Framsókn í Reykjavík

Framsókn í Reykjavík


Breytum fyrir börnin

Hagsmunir barnanna okkar eru hagsmunir framtíðarinnar. Við viljum fjölbreyttar lausnir til að leysa dagvistunarvanda barna. Við viljum að börn í grunn- og framhaldsskóla fái ókeypis í strætó og að börn fái frítt í sund.

3000 íbúðir

Húsnæðismál eru velferðarmál. Við viljum húsnæðissáttmála til að ná jafnvægi í húsnæðismálum. Við viljum byggja meira, hraðar og fjölbreyttara. Markmiðið er 3000 íbúðir á ári.

Menning og listir eru lífsgæði

Við viljum efla bókasöfn sem menningarmiðstöðvar í öllum hverfum og efla menningar- og listahátíðir í Reykjavík.

Það á að vera gott að eldast í Reykjavík

Við viljum bæta stuðning við eldra fólk þannig að það geti búið sem lengst heima. Við viljum fjölga valkostum í matarþjónustu fyrir eldra fólk.

Á döfinni:

Framsókn í Reykjavík

Viltu taka þátt í starfinu?

Hafa samband

reykjavik@framsokn.is

F

Komdu við

Hverfisgata 33, 101 Reykjavík