Kosningar 2022

Breytum fyrir börnin

Hagsmunir barnanna okkar eru hagsmunir framtíðarinnar. Við viljum fjölbreyttar lausnir til að leysa dagvistunarvanda barna. Við viljum að börn í grunn- og framhaldsskóla fái ókeypis í strætó og að börn fái frítt í sund.

3000 íbúðir

Húsnæðismál eru velferðarmál. Við viljum húsnæðissáttmála til að ná jafnvægi í húsnæðismálum. Við viljum byggja meira, hraðar og fjölbreyttara. Markmiðið er 3000 íbúðir á ári.

Menning og listir eru lífsgæði

Við viljum efla bókasöfn sem menningarmiðstöðvar í öllum hverfum og efla menningar- og listahátíðir í Reykjavík.

Það á að vera gott að eldast í Reykjavík

Við viljum bæta stuðning við eldra fólk þannig að það geti búið sem lengst heima. Við viljum fjölga valkostum í matarþjónustu fyrir eldra fólk.

Málefnaskrá Framsóknar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022.

Einar Þorsteinsson skipar 1. sætið á lista Framsóknar fyrir komandi kosningar.

Skoðaðu framboðslista Framsóknar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar.

Hagnýtar upplýsingar um hvar á að kjósa.

Greinar

Framsókn vill ganga til samninga við hesthúsaeigendur í Víðidal og telur enga ástæðu til þess færa hesthúsahverfið úr Víðidal. Það er mikilvægt að hestamenn geti búið við öryggi varðandi leigusamninga. Við verðum að tryggja aðstöðu bæði fyrir þá sem nú þegar eru á svæðinu og á sama tíma tryggja nýliðun. Á meðan hestamenn eru samningslausir mun fólk ekki leggja í þá fjárfestingu sem hesthús er.
Sigrún Magnúsdóttir