Oddvitinn

Hver er Einar Þorsteinsson?

Einar Þorsteinsson er 43 ára stjórnmálafræðingur. Hann hefur starfað sem fréttamaður á Rúv í 18 ár og síðustu ár sem umsjónarmaður Kastljóss. Einar er kvæntur Millu Ósk Magnúsdóttur lögfræðingi og aðstoðarmanni heilbrigðisráðherra. Einar á tvær dætur úr fyrra hjónabandi, Auði Bertu 15 ára og Soffíu Kristínu 8 ára. Saman eiga Einar og Milla Ósk mánaðargamlan dreng sem ekki hefur enn fengið nafn en er yfirleitt kallaður Lilli. Einar býr með fjölskyldu sinni í Seljahverfi í Breiðholti. Einar er einn af stofnendum Karlakórsins Esju og er áhugamaður um að verða betri á gítar.