Breytum í húsnæðismálum

  • Framsókn vill húsnæðissáttmála til að ná jafnvægi í húsnæðismálum. Mæta verður mikilli eftirspurn með því að byggja meira, hraðar og fjölbreyttara húsnæði. Markmiðið er 3000 íbúðir á ári.
  • Framsókn vill þétta byggð þar sem innviðir leyfa og í aukinni sátt við íbúa. Framsókn vill einnig öfluga uppbyggingu í öllum hverfum borgarinnar og reisa nýtt hverfi að Keldum.
  • Framsókn styður uppbyggingu leigumarkaðar í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög.
  • Framsókn vill eyða biðlistum eftir búsetuúrræðum fyrir fólk með fötlun.
  • Framsókn vill byggja fleiri þjónustukjarna fyrir eldra fólk. 
  • Framsókn vill auka skilvirkni og gagnsæi í stjórnsýslu borgarinnar til að hraða framkvæmdum.