Breytum fyrir börnin

  • Framsókn vill stýra Reykjavík út frá hagsmunum barna og hækka frístundastyrk í 75 þúsund krónur.  
  • Framsókn vill að börn í grunn- og framhaldsskóla fái ókeypis í strætó.
  • Framsókn vill að börn yngri en 18 ára fái ókeypis í sund. 
  • Framsókn vill bæta skóla borgarinnar með því að tryggja grunnstoðir eins og húsnæði, faglegt starf, heilnæman skólamat og öryggi.
  • Framsókn vill eyða biðlistum eftir leikskólaplássum og auka sveigjanleika í opnunartíma án þess að lengja skóladag barna.
  • Framsókn vill efla dagforeldrakerfið og bjóða heimgreiðslur með barni sem bíður eftir leikskólaplássi til að brúa bilið. 
  • Framsókn vill innleiða farsældarlögin í allt starf borgarinnar og tryggja aðgengi barna að snemmtækri íhlutun.
  • Framsókn vill gera samskipti barnafjölskyldna við stjórnsýslu borgarinnar skilvirkari.
  • Framsókn vill öfluga uppbyggingu íþróttamannvirkja í öllum hverfum borgarinnar.
  • Framsókn vill efla félagsmiðstöðvar og starfsemi ungmennahúsa.