Breytum fyrir atvinnulífið

  • Reykjavík á að vera höfuðborg atvinnulífs í landinu. 
  • Framsókn vill lækka fasteignagjöld á fyrirtæki og útvega lóðir undir atvinnurekstur.
  • Framsókn vill styðja við uppbyggingu nýsköpunar- og vísindasamfélagsins í Vatnsmýri. 
  • Framsókn vill styðja við frumkvöðla-, nýsköpunar- og þróunarfyrirtæki innan borgarmarkanna. 
  • Reykjavík á að tryggja fyrirtækjum góð skilyrði til að þrífast í borginni og stjórnsýsla þarf að vera skilvirk. 
  • Framsókn vill styrkja stöðu Reykjavíkur sem ferðamannastaðar á heimsmælikvarða.