Á kjördag – 14. maí 2022
Borgarstjórnarkosningar fara fram laugardaginn 14. maí 2022. Kjörstaðir í Reykjavík eru opnir kl. 9:00–22:00.
Allar upplýsingar varðandi kosningar í Reykjavíkurborg eru veittar í síma 411 4915 og á netfanginu kosningar@reykjavik.is
Við borgarstjórnarkosningarnar 2022 eru 23 kjörstaðir í Reykjavík (sjá upplýsingar hér fyrir neðan um kjörstaði). Allir kjörstaðir í Reykjavík eru opnir kl. 9:00–22:00 laugardaginn 14. maí.
Ef þú kemst ekki á kjördag
Hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu eru veittar upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Kosið er utan kjörfundar í Holtagörðum.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla við embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna kosninga til sveitarstjórna sem fram fara 14. maí 2022 fer eingöngu
fram í Holtagörðum á 2. hæð.
Opnunartími:
19. apríl – 1. maí, kl. 10:00 – 20:00
2. maí – 13. maí, kl. 10:00 – 22:00
Annað sem er gott að vita
Allir kjörstaðir í Reykjavík eru aðgengilegir fyrir fólk með fötlun.
Ef þú ert ekki viss um hvort þú ert á kjörskrá þá má fletta upp í kjörskrárstofni á vef Þjóðskrár.
Kjörstaðir í Reykjavík á kjördag

Álftamýrarskóli, 2 kjördeildir
Strætó: 4, 11
Árbæjarskóli, 6 kjördeildir
Strætó: 5, 16
Borgarbókasafnið Kringlunni, 2 kjördeildir
Strætó: 2, 13, 14 (1, 3, 4, 6)
Borgaskóli, 5 kjördeildir
Strætó: 6, 24, 18
Breiðagerðisskóli, 7 kjördeildir
Strætó: 11, 17 (2, 3, 14, 16, 18)
Breiðholtsskóli, 3 kjördeildir
Strætó: 2, 4, 12, 24 (aðrar leiðir um Mjódd)
Dalskóli, 2 kjördeildir
Strætó: 18
Foldaskóli, 6 kjördeildir
Strætó: 18, 6, 24, 31
Frostaskjól, 4 kjördeildir
Strætó: 11, 13, 15
Hagaskóli, 5 kjördeildir
Strætó: 11, 15 (12)
Hlíðaskóli, 4 kjördeildir
Strætó: 13, 18 (1, 3, 4, 6)
Höfðatorg, 2 kjördeildir
Strætó: 4, 12, 16
Ingunnarskóli, 4 kjördeildir
Strætó: 18
Íþróttamiðstöðin Austurbergi, 7 kjördeildir
Strætó: 3, 4, 12, 17
Kjarvalsstaðir, 4 kjördeildir
Strætó: 1, 3, 6, 11, 13
Klébergsskóli, 1 kjördeild
Strætó: 57
Laugalækjarskóli, 5 kjördeildir
Strætó: 14, 12
Menntaskólinn við Sund, 6 kjördeildir
Strætó: 14, 5 (3, 6, 12)
Norðlingaskóli, 2 kjördeildir
Strætó: 5
Ráðhús, 9 kjördeildir
Strætó: 1, 3, 6, 11, 12, 13, 14
Rimaskóli, 3 kjördeildir
Strætó: 6
Vesturbæjarskóli, 2 kjördeildir
Strætó: 13
Ölduselsskóli, 6 kjördeildir
Strætó: 3, 4